Mannlegi þátturinn 01.febr 2017
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Þarmaþing - örveruflóra (microbiota) þarmanna skoðuð í samhengi“ er heiti á námskeiði á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands. Þarmaflóran er ekki endilega það sem við hugsum um á hverjum degi, en miðað við efni námskeiðsins þá ættum við líklegast að gefa henni meiri gaum. Birna G. Ásbjörnsdóttir, sem stýrir námskeiðinu kemur til okkar á eftir og útskýrir fyrir okkur til dæmis á hvaða hátt þarmaflóran virkar eins og persónuskilríki hvers og eins.
Ef eldri borgarar vilja vera í sjálfstæðri búsetu lengur og seinka dvöl sinni á dvalar og hjúkrunarheimili þá verður regluleg hreyfing og styrktarþjálfun að vera stór hluti af þeirra lífi. Þetta segir Janus Guðlaugsson íþróttafræðingur sem rannsakaði í doktorsverkefni sínu áhrif hreyfingar hjá eldra fólki á aldrinum 70-90 ára. Við heyrum meira af þessu á Heilsuvaktinni með Helgu Arnardóttur hér á eftir.
Fjögurra daga glæsileg Vetrarhátíð byrjar í dag....
↧
Nýjar fréttir um þarmaflóruna,Eldri borgarar og hreyfing,Vetrarhátíð
↧
Mataræði og meðvirkni,Matarsóun,Rafbækur
Mannlegi þátturinn 02.febrúar 2017
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Lísa Pálsdóttir
Það eru ýmis námskeið í boði í byrjun árs enda sá árstími sem flestir vilja gera breytingar á lífi sínu til hins betra, koma sér í form, borða hollari mat osfrv. Mataræði og meðvirkni er heiti á námskeiði sem við ætlum að forvitnast nánar um hér á eftir.
Rakel Garðarsdóttir frá Vakandi kemur til okkar í dag en Vakandi eru samtök sem vilja auka vitundarvakningu um sóun matvæla og næstu vikur ætlar Rakel að koma í Mannlega þáttinn og auka vitund okkar um matarsóun og umhverfisvernd af ýmsu tagi, eitthvað sem við getum öll tileinkað okkur í daglegu lífi.
Margir njóta þess nú að lesa bækur í rafrænu formi, sérstaklega er þetta þægilegt á ferðalögum, að þurfa ekki að taka bókina með. Útlán rafbóka hófst í vikunni á Borgarbókasafninu, við kynnum okkur málið í þættinum í dag.
↧
↧
Skólaþræðir, Hrafn Gunnlaugsson og Heimilisritið 1950
Mannlegi þátturinn 03.febrúar
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Lísa Pálsdóttir
Nýtt veftímarit Skólaþræðir hóf göngu sína í desember sl. en það er gefið út af Samtökum áhugafólks um skólaþróun. Í ritinu eru birtar greinar um
þróunar- og umbótastarf í skólum og fréttir af áhugaverðu skólastarfi.
Vefurinn er hugsaður fyrir alla sem áhuga hafa á skólamálum. Meira um þetta hér á eftir.
Við kíkjum í gamalt tímarit frá árinu 1950, Heimilisritið og förum í gegnum litla áhugaverða könnun þar sem ber yfirskriftina „Ertu virðingarverður borgari“ ?
Og föstudagsgesturinn er Hrafn Gunnlaugsson en á morgun verða 33 ár liðin frá því kvikmyndin Hrafninn flýgur var frumsýnd og líklega sú íslenska mynd sem hefur farið hvað víðast um heiminn.
↧
Stefán Jón, Magnús Magnússon
Mannlegi þátturinn 06.febrúar 2017
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Lísa Pálsdóttir
Í dag fáum við fyrsta pistilinn frá Stefán Jóni Hafstein sem býr og starfar í Úganda og hann mun næstu vikur senda okkur hugleiðingar sínar frá Afríku. 98% af erfðaefni manna og Simpasa er það sama en hvað er þá það sem skilur okkur að? Formóðir manna og simpasa og fleiri fróðleiksmolar hér á eftir í boði Stefáns Jóns.
Við sláum á þráðinn til Magnúsar Magnússonar ritstjóra Skessuhorns og fáum fréttir af Vesturlandi.
Og lesandi vikunnar er Andrea Gylfadóttir söngkona
↧
Jaðarlist, Hússtjórnarskólinn og hús á Ströndum
Fringe list, eða jaðarlist er fyrirbæri sem er í auknum mæli að ryðja sér til rúms hér á landi, eins og það hefur reyndar verið að gera undanfarin ár víða um heim. Til stendur að halda heila jaðarlistahátíð hér á landi í ár. En hvað stendur þetta fyrir og hvert er umfangið? Við fáum að vita meira um það hér rétt á eftir.
Hússtjórnarskólinn við Sólvallagötu er 75 ára í dag, við kíktum í heimsókn þangað í gær og tókum skólastjórann tali og nokkrar ungar stúlkur sem gáfu náminu góða umsögn.
Kristín Einarsdóttir fór í heimsókn í Pöntun, sem er hús í Bjarnarfirði á Ströndum og hún fékk eigendur þess, þau Arnlín Óladóttur og Magnús Rafnsson til að segja sögu þessa merka húss.
↧
↧
Kínversk heimsspeki, Sturla Böðvarsson og Þorsteinn Guðmundsson
Mannlegi þátturinn 08.febrúar 2017
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Kínversk heimspeki og lífsleikni eru nátengd, andstætt vestrænni heimspeki sem hneigist til að vera fræðileg og sérhæfð, segir Geir Sigurðsson sem verður gestur þáttarins á eftir. Hann mun fræða okkur frekar um heimspeki þessa fjölmennasta ríkis heims.
Sturla Böðvarsson bæjarstjóri í Snæfellsbæ, verður á línunni hjá okkur, við spyrjum frétta af veðri og ýmsu öðru hér á eftir.
Þorsteinn Guðmundsson leikari og grínisti varð fimmtugur um helgina. Hann hefur í gegnum tíðina unnið sem leikari, rithöfundur, pistlahöfundur, dagskrárgerðarmaður í útvarpi og sjónvarpi auk þess að vera grínisti. Gunnar hitti Þorstein á hverfiskaffihúsinu hans í gær og átti skemmtilegt spjall við hann í tilefni tímamótanna.
↧
Eldri borgari á Spáni,MÍT og Rakel Garðarsdóttir-Um
Mannlegi þátturinn 09.febrúar 2017
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Lísa Pálsdóttir
Við heyrum oftar af eldri borgurum sem sjá sér ekki fært að búa á Íslandi eftir að eftirlaunaaldri er náð. Erfitt að ná endum saman og húsnæðiskostnaður hár. Inga Jóhannsdóttir er ein af þeim sem hefur afráðið að flytja til Spánar, við heilsum uppá Ingu í þættinum í dag
MÍT - MENNTASKÓLI Í TÓNLIST er nýr framhaldsskóli stofnaður af Tónlistarskólanum í Reykjavík og Tónlistarskóla FÍH. Skólinn tekur til starfa í haust og boðið er upp á nám í bæði rytmískri tónlist og klassískri tónlist.
Skólinn býður upp á nýjar og áhugaverðarnámskeiðir í tónlist og geta nemendur lokið stúdentsprófi með tónlist sem aðalnámsgrein. Við ræðum við aðstoðarskólastjórann hér á eftir, Freyju Gunnlaugsdóttur.
Og Rakel Garðarsdóttir frá Vakandi kemur til okkar í dag og umræðuefnið er Umbúðir, hvernig getum við fækkað umbúðunum sem eru settar utan um allt, hvað getum við, hver einstaklingur, gert til að leggja okkar af ...
↧
Svala Björgvins, aldursvæn borg og úrræði fyrir einstæða foreldra
Mannlegi þátturinn 10.febrúar 2017
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Lísa Pálsdóttir
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, ÞEKKVEL, býður upp á metnaðarfulla og fjölbreytta dagskrá um starf sviðsins í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem haldinn er sameiginlegur þekkingardagur allra starfsmanna og sviða þar sem fagþekkingu er miðlað. Við ætlum að forvitnast um hvað aldursvæn borg snýst um.
Tinna er heiti á úrræði fyrir unga einstæða foreldra sem vilja breytingar fyrir sig og börn sín. Rannsóknir sýna að börn efnaminna foreldra hafi takmarkaðri aðgang að gæðum samfélagsins en önnur börn. Nánar um þetta hér á eftir.
Og föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni er Svala Björgvinsdóttir tónlistarmaður.
↧
Simpansar í Úganda og Helgi Björnsson
Mannlegi þátturinn 13.febrúar 2017
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Lísa Pálsdóttir
Foreldrar barna í Skagafirði borga minnst allra á landinu fyrir skólamáltíðir og síðdegisgæslu þegar allt er tekið saman, samkvæmt verðlagseftiliti ASÍ á gjöldum fyrir ýmsa opinbera þjónustu sveitarfélaga. Við ræðum við Herdísi Á Sæmundardóttur sviðsstjóra fjölskyldusviðs Skagafjarðar um þetta og fáum fleiri fréttir úr Skagafirðinum.
Nýji mánudagspistlahöfundurinn okkar Stefán Jón Hafstein sendir okkur pistil frá Úganda í Afríku og að þessu sinni fer hann á simpasaslóðir í öruggri fylgd, heyrum af því hér á eftir
Og lesandi vikunnar er Helgi Björnsson tónlistarmaður, verður forvitnlegt að heyra hvaða bækur hann er að lesa.
↧
↧
Kóraninn,Skagafjörður og beitningaskúr á Ströndum
Mannlegi þátturinn 14.febrúar 2017
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Kóraninn, konur og slæðan er nafn á áhugaverðu námskeiði sem Dr. Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams College í Bandaríkjunum, hélt í janúar á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands. Mannlegi þátturinn náði sambandi við Magnús og hann mun fara yfir efni námskeiðsins hér á eftir.
Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, brá sér í heimsókn í beitningaskúrinn á Drangsnesi og hitti þau Helgu Arngrímsdóttur og Finn Ólafsson sem stóðu við balana og beittu í gríð og erg. Heyrum þeirra spjall hér á eftir.
Foreldrar barna í Skagafirði borga minnst allra á landinu fyrir skólamáltíðir og síðdegisgæslu þegar allt er tekið saman, samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ á gjöldum fyrir ýmsa opinbera þjónustu sveitarfélaga. Við sláum á þráðinn til Herdísar Á Sæmundardóttur sviðsstjóra fjölskyldusviðs Skagafjarðar.
...
↧
Straumlínustjórnun, losnaði við migreni og hjartasjúkdómar kvenna
Mannlegi þátturinn 15.febrúar 2017
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Straumlínustjjórnun - Pétur Arason rekstrarverkfræðingur frá háskólanum í Álaborg hefur verið að vinna með eitthvað sem kallast Straumlínustjórnun í næstum 20 ár. Hann segir að fólk sé farið að krefjast mannlegri, sveigjanlegri og ástríðufyllri vinnustaða þar sem sköpunarkraftur, gleði og ástríða hvers og eins fær að njóta sín. Pétur kemur í Mannlega þáttinn á eftir og segir okkur frá Straumlínustjórnun.
Birgir Bragason tónlistarmaður hefur þjáðst af migreni höfuðverkjum sl. 35 ár en síðan hann lét gera göt í efri hluta eyrna sinna út í Svíþjóð sl. sumar, hefur hann ekki fengið migrenikast. Birgir kemur til okkar hér á eftir og segir okkur frá.
Helga Arnarsdóttir verður á Heilsuvaktinni í dag . Í tilefni af rauðum mánuði sem nú stendur yfir eða GORED átakinu þá ætlar hún að skoða kransæðasjúkdóma kvenna. Fyrstu einkenni kvenna sem eru með kransæðastíflu eru oft ólík fyrstu einkennum karlaInn...
↧
Húsnæðismál eldri borgara,Rakel og flokkun og Vopnafjörður
Mannlegi þátturinn 16.febrúar 2017
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Lísa Pálsdóttir
Við heyrðum sögu Ingu Jóhannsdóttur í síðustu viku, hún var að selja húsið sitt og kaupa sér hús á Spáni, en Ingu finnst hún ekki hafa ráð á kaupa eða leigja hér á landi eftir að hún fer á eftirlaun. Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Gráa hersins kemur til okkar eftir sutta stund og við spyrjum hvort frést hafi af mörgum sem eru í þessum hugleiðingum.
Við sláum á þráðinn til Vopnafjarðar, heyrum í okkar manni þar Magnúsi Má Þorvaldssyni og það er af ýmsu að taka, Grasrótarverðlaun,sjómannaverkfall,Tónkvíslin, svo eitthvað sé nefnt.
Rakel Garðarsdóttir kemur til okkar eins og alltaf á fimmtudögum og hún ætlar að tala um flokkun .
↧
Krónan og samfélagið,Gló í Köben og Blái strengurinn
Mannlegi þátturinn 17.febr 2017
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Lísa Pálsdóttir
Kynferðislegt ofbeldi í æsku getur haft víðtæk og alvarleg áhrif á heilsufar og líðan karla og kvenna. Kynferðislegt ofbeldi gegn drengjum er betur falið og minna rannsakað en gegn stúlkum. Drengir segja sjaldan frá ofbeldinu og lifa oft í þrúgandi þögn til fullorðinsára. Einn blár strengur af sex strengjum í gítar táknar að einn af hverjum sex drengjum verða fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku. Verkefnið er nú komið í Háskólann á Akureyri og verður ráðstefna um þetta efni í Háskólanum á Akureyri í maí 2017. Sigrún Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur verður gestur okkar í þættinum í dag og segir okkur frá.
Sem dæmi um fyrirtæki sem hafa sett sér markmið og sýnt metnað í umhverfismálum er matvöruverslunin Krónan en í fyrirtækinu hefur matarsóun dregist saman um 53% á árinu 2016 í samanburði við árið 2015 (fór úr 300 í 140 tonn), heyrum hvernig þau fóru að þessu hér á eftir.
Og föstudagsgesturinn ok...
↧
↧
Íbúðaskipti,Frumleikhúsið og Æringi
Umsjón:Lísa Páls og Magnús R Einarsson
Íbúðaskipti,Frumleikhúsið og Æringi
↧
Bjargráð í sorg,ný erfðabreytingatækni og námskeið
8. mars 2017
Umsjón: Gunnar Hansson, Magnús R. Einarsson
Þegar minnst er á CRISPR/Cas þá er ekki víst að margir kveiki á um hvað er verið að ræða. CRISPR/Cas er nokkuð nýleg, byltingarkennd erfðabreytingartækni sem felur í sér víðtækari áhrif en flestir gera sér grein fyrir. Í rauninni er með þessari tækni hægt að hafa áhrif á og breyta erfðaefni kynfruma, sem bera erfðaupplýsingar milli kynslóða. Henry Alexander Henryson sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands og nefndarmaður í Vísindasiðanefnd verður gestur Mannlega þáttarins og ræðir margvíslegar hliðar þessa mikilvæga máls hér rétt á eftir.
Sorgin er hluti af því að vera til. Hún er stór hluti af sögunum sem við segjum, bókunum sem við lesum, kvikmyndunum sem við sjáum og dægurlagatextunum sem við syngjum, svo dæmi séu tekin. Og sorgin hefur verið falin og bæld í gegnum tíðina, en það hefur nú breyst. Í kvöld verður haldinn fyrirlestur í Háteigskirkju klukkan átta og þar talar Halldór Reynisson um Bjargráð í sor...
↧
Steve Bannon,Frú Amin og Ævar vísindamaður
27. febrúar 2017
Umsjón: Magnús R. Einarsson, Gunnar Hansson og Lísa Pálsdóttir.
MRE - pistill um Steve Bannon
SJH - pistill um frú Amin í Úganda
Ævar visindamaður - lesandi vikunnar
↧
Trölli,Konubókastofa,Ríshús á Ströndum
28. febrúar 2017
Umsjón: Magnús R. Einarsson, Gunnar Hansson og Lísa Pálsdóttir.
Okkar kona á Ströndum, Kristín Einarsdóttir, hitti Sigurð Helga Guðjónsson formann Húseigendafélagsins í Ríshúsinu sem er elsta húsið á Hólmavík. Þar er nú rekinn vinsæll veitingastaður á sumrin, og mötuneyti á vetrum. Ragnheiður Gunnaarsdóttir starfstúlka á Ris tók á móti okkur og leyfði okkur að fara upp á loft þar sem er vistleg setustofa.
Leikarinn góðkunni Stefán Karl Stefánsson var síðastliðið haust að undirbúa vinnuferð til Bandaríkjanna, þar sem til stóð að leika Trölla sem stal jólunum í vinsælli uppfærslu víðsvegar um landið, eins og hann hafði gert mörg undanfarin ár, þegar hann fékk vægast sagt óvæntar fréttir sem settu allt hans skipulag og í rauninni allt hans líf í uppnám. Fundist hafði mein í líkama hans sem olli þrengingum í gallvegi og brisgöngum. Það var eftir engu að bíða, aðgerð var skipulögð, talsvert flókin, og það sem tæki við eftir hana færi allt eftir því hvers kyns meini...
↧
↧
Lýðræðið,hrakningar á sjó,Heilsuvaktin skoða Danmörku
1. mars 2017
Umsjón: Magnús R. Einarsson, Gunnar Hansson og Lísa Pálsdóttir.
Helga Arnardóttir tekur fyrir streitu í Heilsuvaktinni á eftir og ræðir við íslenskan heimilislækni sem starfar í Kaupmannahöfn. Hann segir dönsk sveitarfélög bjóða upp á miklu fleiri úrræði fyrir fólk sem þjáist af streitu, á borð við allskyns hreyfingu, núvitundarnámskeið, svefnráðgjöf og svokallaða streituskóla þar sem fólk fær mikla aðstoð við að draga úr streitu í sínu daglega lífi.
Björn Þorsteinsson, prófessor í heimspeki, hefur í ritgerðum og greinum sínum velt fyrir sér staðreyndum, skoðunum, lýðræðinu, hvers kyns miðlum, stjórnmálum og lýðræði á afar áhugaverðan hátt. Í nýlegu viðtali við DV sagði hann meðal annars að við þyrftum á meiri hugsun og færri skoðunum að halda. Björn verður gestur Mannlega þáttarins hér rétt á eftir þar sem við veltum þessum stóru málum fyrir okkur.
Vélbátinn Kristján frá Sandgerði rak vélarvana að landi eftir tólf daga hrakninga. Áhöfnin hafði haldið lífi...
↧
Færðin,Snyrtivörur og heimsmeistarakeppni í rúningi
2. mars 2017
Umsjón: Magnús R. Einarsson, Gunnar Hansson og Lísa Pálsdóttir.
Um fátt er meira talað þessa dagana en færð, alla vega hér í borginni. Það er ekki alvanalegt að svona mikill snjór sé á þessu svæði. Hjalti Jóhannes Guðmundsson er aðalmaðurinn hjá borginni í þessum málum við ræðum við hann í þættinum í dag.
Rakel Garðarsdóttir kemur til okkar á fimmtudögum og efni dagsins er snyrtivörur, Rakel sest hjá okkur eftir stutta stund
Hafliði Sævarsson fór til Nýja Sjálands til að taka þátt í heimsmeistarakeppninni í rúningi sem fram fór í borginni Invercargill. Við sláum á þráðinn til Hafliða og hann segir okkur frá því hvernig til tókst.
↧
Gunnsteina í Vegaskarði,Sigurður Bragason söngvari og öldrunarlækninga
3. mars 2017
Umsjón: Magnús R. Einarsson, Gunnar Hansson og Lísa Pálsdóttir.
Okkar kona austur á Héraði er Edda Björnsdóttir, bóndi á Miðhúsum. Við sláum á þráðinn til hennar um miðbik þáttar og heyrum meðal annars af Gunnusteini í Vegaskarðinu, en þar áttu sér stað hörmulegir atburðir.
Föstudagsgestur í dag er Sigurður Bragason söngvari, hann hefur aðallega lagt fyrir sig ljóðasöng og einning þekkt sönglög úr tónlistarsögunni, en einnig tekið þátt í óperum hér á landi, sömuleiðis hefur hann verið duglegur að kynna íslenska tónlist erlendis. Sigurður hefur einnig staðið ásamt fleirum fyrir styrktartónleikum til styrktar langveikum börnum og eru einir slíkir famundan, hann sest hérna hjá okkur eftir skamma stund.
Það eru miklar framfarir sem eiga sér stað í öldrunarlækningum um þessar mundir. Þær boða breytingar sem vekja svo aftur siðferðilegar spurningar. Við veltum þessu fyrir okkur í pistli undir lok þáttarins....
↧